Rauða stjarnan


Þjóðviljinn

Vefsetur
um sósíalisma
opnað 31. okt 2007

Karl Marx / F. Engels Vladimir Lenin Jósef Stalin Fiedel Castro Mao Tse-tung

Góðar krækjur

Ísland

Verkalýðsfélög

Alþingi

Umboðsmaður Alþingis

Samtök
hernaðarandstæðinga

Ísland-Palestína

Falið vald

Sameinuðu þjóðirnar

Aðalsíðan

Öryggisráðið

Matvælastofnunin

Alþjóðadómstóllinn

Orkumál

Oljekrisa

A.S.P.O.

ASPO-Ástralía

ASPO-Kanada

ASPO-Nýja-Sjáland

ASPO-Suður-Afríka

ASPO-Svíþjóð

ASPO-USA

Loftslagsbreytingar

IPCC

Blöð og tímarit

Friheten

Workers World

Marxískir flokkar

Workers World Party

   Kæru félagar

Vefsetrið Þjóðviljinn, sem nú er opnað, mun færa lesendum sínum fréttir og fróðleik um sósíalismann, sögu hans og hlutverk ásamt tengdum efnum eins og friði, réttlæti, umhverfi, efnahag, orku, bókmenntir og margt fleira. Setrið mun hafa krækjur í vönduð vefsetur, innlend og erlend um efnið, en einnig athugasemdir vefstjóra um ýmis málefni sem koma upp.

Það er sannfæring mín að sósíalisminn muni leysa allt annað skipulag manna af hólmi, þegar fram líða stundir. Aðrar stefnur hafa ekki hina skilyrðislausu kröfu um uppbyggingu samfélagsins í þágu allra þegna þess, sem sósíalisminn hefur. Velferð heimsins getur ekki farið eftir því sem auðmönnum dettur í hug að leggja af mörkum, heldur verður hún að byggjast á markvissri uppbyggingu í friði og samvinnu, þegar auðvaldsskipulagið er liðið undirlok.

Sósialisminn er sameign allra jarðarbúa, sem þrá frið og réttlæti grundvallað á jafnrétti.
Á undanförnum öldum hafa margar hugmyndir sósíalista verið teknar upp og útfærðar af stjórnmálaflokkum félagshyggjufólks. Sósíalistar vildu gjarnan að þessi þróun gengi hraðar, en vegna gríðarlegs áróðurs auðhyggjumanna, sem ráða nær öllum fjölmiðlum heims er á brattann að sækja. Þróunin í átt til sósíalismans er samt óstöðvandi og óhjákvæmileg af sögulegum ástæðum. Hún mun halda áfram þar til gróðahyggja, arðrán og kúgun auðhyggjunnar, ásamt fylgikvillum hennar í formi misréttis, kreppu, hernaðarhyggju og styrjalda heyra sögunni til.
Dagar auðhyggjunnar eru senn taldir. Gallarnir verða hennar bani.

Það fer ekki hjá því að menn hugsi til falls Sovétríkjanna 1991, sem varð mörgum sósialistanum mikil vonbrigði, enda þótt ljóst hafi verið að þar var ekki allt með felldu árin áður. Á sama hátt veldur þróunin í Kína áhyggjum, en kínverjar virðast þróa sig í átt að skefjalausum kapítalisma með þeim hörmungum, sem ætíð fylgja.

Meginforsendur sósíalismans eru að náttúruauðlindir og atvinnutæki séu sameign fólksins og að þau séu nýtt í allar þágu. Það getur aldrei orðið sátt um þá tilhögun að örfáir einstaklingar eigi jörðina, en hinir fá að vinna fyrir þá uppá náð og miskunn.

Enginn flokkur, ríki eða ríkjasamsteypa getur gert kröfu til þess að eiga hugmyndafræði sósíalismans, né að hafa umboð til að stjórna útfærslu hans. Sósíalisminn er eign fólksins á jörðinni.
Þess vegna látum við ekki hugfallast yfir mótlætinu, heldur lærum af reynslunni og höldum þróun sósíalismans áfram hvað sem öðru líður.

Stjórnmálamenn reyna jafnan að auka vinsældir sínar meðal fólks með aðgerðum, sem gefa góða raun til skamms tíma, en eru skelfilegar þegar fram í sækir. Ef horft er á þróun heimsmála undir merkjum kapítalismans síðustu áratugina blasir hnignunin við. Styrjaldir, fólksflótti, fátækt, hungur og kreppur eru einkenni mannlífsins á jörðinni og fegrunaraðgerðir hagspekinga og leigupenna geta ekki breitt yfir árangursleysið, sem blasir við.

Látum ekki ósannindamenn villa okkur sýn.
Aðeins jafnrétti undir merki sósíalismans tryggir frið á jörð.

31. okt. 2007. Steinþór D. Kristjánsson.